Manning vill á þing

Chelsea Manning býður sig nú fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir …
Chelsea Manning býður sig nú fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir Maryland-ríki. AFP

Banda­ríski upp­ljóstr­ar­inn Chel­sea Mann­ing, sem var fang­elsuð fyr­ir að leka trúnaðargögn­um um hernað Banda­ríkja­manna í Írak árið 2010 á meðan hún gegndi herþjón­ustu í banda­ríska hern­um, hyggst nú bjóða sig fram til öld­unga­deild­ar banda­ríska þings­ins.

Barack Obama náðaði Mann­ing, sem hafði verið dæmd í 35 ára fang­elsi, er hann var for­seti og var hún lát­in laus í maí á síðasta ári.

Mann­ing býður sig fram fyr­ir Demó­krata­flokk­inn í Mary­land-ríki, en demó­krat­inn Ben Car­din, sem er öld­unga­deild­arþingmaður Mary­land í dag, gef­ur áfram kost á sér. 

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur kallað Mann­ing svik­ara og reyndi raun­ar líka að banna trans­fólki, eins og Mann­ing, að þjóna í Banda­ríkja­her, en banda­rísk­ir al­rík­is­dóm­stól­ar hafa úr­sk­urðað bannið ólög­legt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert