Bandaríkin draga úr neyðaraðstoð innan SÞ

Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) styður við yfir fimm milljónir palestínskra …
Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) styður við yfir fimm milljónir palestínskra flóttamanna. Nú virðist sem Bandaríkin ætli að draga verulega úr fjárframlögum til stofnunarinnar. AFP

Banda­rísk stjórn­völd ætla að halda eft­ir meira en helm­ingi þess fjár­magns sem ríkið ætlaði upp­haf­lega að láta renna til neyðaraðstoðar fyr­ir palestínska flótta­menn.

Í frétt BBC kem­ur fram að heild­ar­fjármagnið er 120 millj­ón­ir doll­ar­ar. 60 millj­ón­ir doll­ara munu renna til Palestínuflótta­mannaaðstoðar­inn­ar (e. UN Reli­ef and Works Agency), en 65 millj­ón­ir doll­ara, eða sem nem­ur 6,6 millj­örðum ís­lenskra króna, verður „ráðstafað í nán­ustu framtíð“.

Um 30% af fjár­mögn­un Palestínuflótta­mannaaðstoðar­inn­ar, sem var sett á fót árið 1949, kem­ur frá Banda­ríkj­un­um. Árið 2016 lagði Evr­ópu­sam­bandið til næst­hæstu upp­hæðina, sem var samt sem áður helm­ingi lægri en fram­lag Banda­ríkj­anna. Stofn­un­in veit­ir yfir fimm millj­ón­um palestínskra flótta­manna ýms­an stuðning og aðstoð. 

Ákvörðunin teng­ist óneit­an­lega viður­kenn­ingu Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els, ákvörðun sem hann tók í des­em­ber í fyrra.  

Mahmud Abbas, for­seti Palestínu, sagði á fundi leiðtoga Palestínu að til­raun Trumps til að koma á friði milli Palestínu­manna og Ísra­els­manna væri „löðrung­ur ald­ar­inn­ar“. 

Frétt mbl.is: Samn­ing­ur Trumps „löðrung­ur ald­ar­inn­ar“

Banda­rísk stjórn­völd til­kynntu á ann­an dag jóla að ríkið muni skerða fjár­fram­lög sín til Sam­einuðu þjóðanna um 285 millj­ón­ir doll­ara. Banda­rík­in leggja til um 22% af ár­leg­um fjár­fram­lög­um Sam­einuðu þjóðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka