Trump: Hefur ekki skipt um skoðun á múrnum

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki hafa skipt um skoðun varðandi …
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki hafa skipt um skoðun varðandi múr á landamærum Mexíkó. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti harðneit­ar að hafa skipt um skoðun varðandi múr á landa­mær­um Banda­ríkj­anna og Mexí­kó. Þetta til­kynnti Trump eft­ir að John Kelly, starfs­manna­stjóri Hvíta húss­ins, sagði í viðtali við Fox sjón­varps­stöðina að skoðanir for­set­ans varðandi landa­mæramúr­inn hefðu þró­ast frá því í kosn­inga­her­ferð hans fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar.

„Það er gjör­ólíkt að vera í fram­boði og að stjórna,“ sagði Kelly í viðtal­inu. Áður höfðu banda­rísk­ir fjöl­miðlar greint frá því að Kelly hafi sagt við þing­menn Demó­krata að Trump hefði ekki haft „all­ar upp­lýs­ing­ar í hönd­um“ er hann kom fyrst upp með áætl­un­ina um múr­inn.

BBC seg­ir for­set­ann hafa ít­rekað á Twitter nokkr­um tím­um síðar að Mexí­kó muni enn „með bein­um eða óbein­um hætti“ greiða fyr­ir múr­inn.

Inn­flytj­enda­mál hafa verið mikið hita­mál á Banda­ríkjaþingi und­an­farn­ar vik­ur og stend­ur Hvíta húsið nú frammi fyr­ir þeim mögu­leika að fjár­lög fá­ist ekki samþykkt. Þing­menn Demó­krata­flokks­ins vilja tryggja að þeir inn­flytj­end­ur sem komu ólög­lega til lands­ins sem börn, svo nefnd­ir Drea­mers, geti verið áfram í land­inu. Trump hef­ur gefið í skyn að hann sé til­bú­in að samþykkja þetta, fái áætlan­ir hans um landa­mæra­ör­yggi braut­ar­gengi. Landa­mæramúr­inn er sagður innifal­inn í þeirri áætl­un.

Talið er að kostnaður við að reisa múr­inn nemi um 20 millj­örðum doll­ara, en fyrri áætlan­ir for­set­ans töldu kostnaðinn vera á bil­inu 10-12 millj­arðar.

Sagði Kelly stjórn­ina gera ráð fyr­ir að reisa múr sem næði yfir 1.300 af 3.100 km landa­mæralín­unni. Sjálf­ur sagði Trump í fyrra að múr­inn myndi ná yfir lengri leið og að nátt­úru­leg­ar hindr­an­ir myndu sjá um rest­ina.

Í kosn­inga­her­ferð sinni full­yrti Trump einnig að Mexí­kó myndi greiða fyr­ir múr­inn eins og hann legg­ur sig. Kelly sagði hins veg­ar stjórn­völd nú vera að skoða aðrar leiðir til að fjár­magna múr­inn, m.a. með viðbót­ar­gjöld­um við vega­bréfs­árit­an­ir eða breyt­ing­um á Nafta sam­komu­lag­inu.

Trump ít­rekaði hins veg­ar á Twitter að hann bú­ist enn við að Mexí­kó borgi fyr­ir múr­inn, en end­ur­greiði hann mögu­lega yfir lengri tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka