Alríkislokun vofir yfir

Ted Cruz þingmaður Repúblikana ræðir við fjölmiðla fyrr í dag …
Ted Cruz þingmaður Repúblikana ræðir við fjölmiðla fyrr í dag um yfirvofandi lokun alríkisins. AFP

Banda­ríska al­ríkið er á barmi lok­un­ar. Tak­ist ekki að af­greiða nýtt frum­varp fyr­ir þann tíma stöðvast þorri allr­ar starf­semi banda­ríska al­rík­is­ins, til að mynda allt op­in­bert skólastarf. Þing­mönn­um tókst ekki að setja fjár­lög í lok síðasta fjár­laga­árs í sept­em­ber síðastliðnum en síðan þá hef­ur starf­semi rík­is­ins verið haldið gang­andi með fram­leng­ing­um á fjár­lög­um. Sú nýj­asta renn­ur út á miðnætti að staðar­tíma í Washingt­on. 

Nýj­asta frum­varp Re­públi­kana um fram­leng­ingu var samþykkt í full­trúa­deild þings­ins fyrr í dag, en bíður enn af­greiðslu öld­unga­deild­ar­inn­ar. Re­públi­kan­ar eru í meiri­hluta þar, með 51 mann af 100. Það dug­ir þó ekki, því fjár­laga­frum­varpið þarf 60 at­kvæði til að verða að lög­um. Mik­il samstaða virðist meðal þing­manna Demó­krata um að hleypa mál­inu ekki í gegn, auk þess sem fjór­ir þing­menn Re­públi­kana, hið minnsta, hyggj­ast kjósa gegn því.

Helsti ásteyt­ing­ar­steinn­inn mun vera mál­efni hóps sem á ensku er kallaður „Drea­mers“, fjölda fólks sem kom til Banda­ríkj­anna ólög­lega, sem börn. Rík­is­stjórn Baracks Obama kom því á að um­rædd­ir fengju dval­ar­leyfi og at­vinnu­leyfi í land­inu til tveggja ára, með mögu­leika á fram­leng­ingu. Í fyrra til­heyrðu um 800.000 manns áætl­un­inni, sem flest­ir höfðu búið í Banda­ríkj­un­um stærst­an hluta ævi sin­ar. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti felldi hana úr gildi í sept­em­ber.

Öld­unga­deild­arþing­menn Demó­krata hafa lýst því yfir að þeir muni ekki samþykkja frum­varp stjórn­ar­inn­ar nema rétt­indi hóps­ins til veru í Banda­ríkj­un­um verði tryggð áfram.

Washingt­on Post

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert