Kærastan verður líklega ekki ákærð

Paddock hóf skothríðina frá 32. hæð Mandalay Bay-hótelsins í Las …
Paddock hóf skothríðina frá 32. hæð Mandalay Bay-hótelsins í Las Vegas. AFP

Lögreglan í Las Vegas býst ekki við því að kærasta Stephen Paddock sem skaut 58 til bana í Las Vegas í byrjun október verði ákærð.

Áður hafði verið greint frá því að lögregla hygðist rannsaka þátt kærustunnar, Marilou Danley. Sjálf sagði hún skömmu  eftir ódæðið að hún hefði ekki haft hugmynd um áætlanir Paddock.

Paddock lagði 100 þúsund Banda­ríkja­dali, 10,6 millj­ón­ir króna, inn á reikn­ing henn­ar áður en hann framdi ódæðið. 

Hálfsjálfvirkir rifflar til sölu í Nevada í Las Vegas á …
Hálfsjálfvirkir rifflar til sölu í Nevada í Las Vegas á borð við þá sem Paddock notaði. AFP

Lög­reglu­stjór­inn í Las Vegas, Joseph Lomb­ar­do, sagði við frétta­menn að lögreglan vissi ekki enn hver ástæða árásarinnar væri.

Paddock, sem var 64 ára að aldri, skaut fólk af handa­hófi úr hót­el­her­bergi sínu 1. októ­ber. Hann framdi síðan sjálfs­víg á hót­el­berg­inu þaðan sem árás­in var gerð. 

Lögregla telur að Paddock hafi staðið einn á bak við skotárásina. Hann hafði leitað að öðrum mögulegum stöðum til að fremja svipaðan verknað og hafði auk þess skoðað á netinu hvernig lögregla og sérsveitir bregðast við slíkum árásum.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert