Konur á tímum lýðræðis

Fleiri hundruð þúsund manns tóku þátt í mótmælagöngum í Bandaríkjunum í gær og víðar í heiminum en ár er liðið frá því Donald Trump sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna.

Líkt og fyrir ári voru konur áberandi í mótmælunum og sagði öldungadeildarþingmaður demókrata, Kirsten Gillibrand, við þátttakendur í göngunni að það væru konur sem héldu lýðræðinu á lofti á viðsjárverðum tíma. Mjög er rætt um Gillibrand sem mögulegan forsetaframbjóðanda árið 2020.

Emily Patton, talskona göngunnar, segir í samtali við Washington Post að aðstandendur hennar hefðu í ár viljað styðja konur sem hygðu á framboð og hvetja konur til þess að taka þátt í stjórnmálum. 

Yfir 200 þúsund manns tóku þátt í göngunni í New York, samkvæmt upplýsingum New York Times frá skrifstofu borgarstjóra, Bill de Blasio en #metoo-hreyfingin var áberandi á spjöldum göngufólks.

NYT

Washington Post

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert