Notuðu lök til að forða sér

Talibanar lýstu ábyrgð á árásinni á Intercontiental hótelið í Kabúl í gær en umsátursástand ríkti á hótelinu í hálfan sólarhring. Sex létust í árásinni en hótelgestir reyndu að flýja hótelið meðal annars með því að festa saman sængurfatnað og henda fram af svölum herbergja.

Hótelið er á sex hæðum og kviknaði í hluta þess þegar sérsveitarmenn börðust við fjóra vopnaða menn sem réðust inn á hótelið í gærkvöldi.

Afganska fréttastöðin Tolo News hefur sýnt áhrifamiklar myndir frá hótelinu þar sem einn gestur missti takið á lakinu sem hann hékk í og féll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert