Umsátri um hótel lokið

Intercontinental-hótelið í Kabúl.
Intercontinental-hótelið í Kabúl. AFP

Að minnsta kosti sex, fimm Afganar og einn útlendingur, létust þegar vopnaðir menn réðust inn á Intercontinental-hótelið í Kabúl í gær og skutu á gesti og gangandi. Umsátursástand ríkti á hótelinu í tólf tíma.

Sérsveitarmenn og árásarmennirnir, sem voru fjórir talsins, skiptust á skotum í tólf tíma þangað til herinn lýsti því yfir að umsátrinu væri lokið og allar árásarmennirnir lægju í valnum.

Skelfingu lostnir gestir og starfsmenn hótelsins reyndu að forða sér út af hótelinu en hluti hótelsins stendur í ljósum logum.

Talsmaður innanríkisráðuneytisins, Najib Danish, segir í samtali við Tolo News að umsátrið hafi staðið yfir í alla nótt og sagði árásina yfirstaðna tólf tímum eftir að árásarmennirnir réðust inn.

Um 150 manns var bjargað út af hótelinu en í nótt mátti sjá fólk reyna að flýja fram af svölum hótelsins og eru einhverjir slasaðir. Af gestum hótelsins voru rúmlega 40 útlendingar.

Útlend kona er meðal látinna en lík hennar fannst á sjöttu hæð hótelsins þar sem síðasti árásarmaðurinn var drepinn.

Sérsveitarmaður við eftirlits skammt frá Intercontinental-hótelinu í Kabúl í nótt.
Sérsveitarmaður við eftirlits skammt frá Intercontinental-hótelinu í Kabúl í nótt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert