Sækja um hæli í Svíþjóð

AFP
<div id="premium-top">Tveir af félögum rússneska andófshópsins Pussy Riot hafa sótt um hæli í Svíþjóð. Greint er frá þessu á vef sænska ríkissjónvarpsins.</div> <div id="premium-container">

Lusine Djanyan og Aleksej Knedljakovskji búa á heimildi fyrir hælisleitendur í Lindesberg ásamt syni þeirra og bíða niðurstöðu Útlendingastofnunar. Þau hafa verið í Svíþjóð í tíu mánuði og vonast eftir jákvæðu svari frá Útlendingastofnun fljótlega enda þeim ekki vært í heimalandinu. 

Tvær úr pönkhljómsveitinni Pussy Riot voru handteknar og fangelsaðar í Rússlandi árið 2012 fyrir <span>óspekt­ir í kirkju í Moskvu</span>.

Mótmæli þeirra vöktu heimsathygli og notaði jafnvel IKEA hljómsveitina í auglýsingaherferð það sama ár en fjarlægði þær samt úr auglýsingum sem birtar voru í Rússlandi.

<strong><a href="https://www.svt.se/nyheter/inrikes/medlemmar-i-pussy-riot-soker-asyl-i-sverige" target="_blank">Umfjöllun SVT í heild</a></strong>

</div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert