Hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður

Angela Merkel Þýskalandskanslari. Stjórnmálaskýrendur eru bjartsýnir á að stjórnarmyndunarviðræður flokks …
Angela Merkel Þýskalandskanslari. Stjórnmálaskýrendur eru bjartsýnir á að stjórnarmyndunarviðræður flokks hennar og Jafnaðarmanna skili árangri. AFP

Kristi­leg­ir Demó­krat­ar, flokk­ur Ang­elu Merkel Þýska­landskansl­ara, og Jafnaðarmanna­flokk­ur­inn hefja form­leg­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður sín á milli í dag, fjór­um mánuðum eft­ir að þing­kosn­ing­ar fóru fram í land­inu.

Reu­ters-frétta­stof­an seg­ir Merkel munu funda í dag með Horst Seehofer, leiðtoga syst­ur­flokks kristi­legra demó­krata í Bæj­aralandi, og Mart­in Schulz, for­manni Jafnaðarmanna­flokks­ins, til að hefja viðræðurn­ar, en þær þykja besta von Merkel eigi hún að sitja sem kansl­ari fjórða kjör­tíma­bilið.

Sér­fræðing­ar í þýsk­um stjórn­mál­um eru sam­mála um að viðræðurn­ar séu lík­leg­ar til ár­ang­urs þó að jafnaðar­menn setji þrjár kröf­ur sem þeir segj­ast ekki ætla að hvika frá.

Það gekk held­ur ekki þrauta­laust að fá flokk­ana að samn­inga­borðinu og telja marg­ir flokks­fé­lag­ar Jafnaðarmanna­flokks­ins að end­ur­nýjað sam­starf flokk­anna sé í besta falli sárs­auka­full fórn til að viðhalda efna­hags­leg­um og póli­tísk­um stöðug­leika í Evr­ópu.

Samn­inga­menn von­ast til að viðræðurn­ar gangi hratt og vel fyr­ir sig og að þeim verði lokið fyr­ir 8. fe­brú­ar og að ný stjórn nái þar með að taka við völd­um fyr­ir páska.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert