Stofnandi IKEA látinn

Ingvar Kamprad er látinn.
Ingvar Kamprad er látinn. AFP

Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, er látinn, 91 árs að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Ingvar Kamprad lést á friðsælan hátt á heimili sínu,“ segir í tilkynningunni en Kamprad bjó í suðurhluta Svíþjóðar.

„Ingvars verður sárt saknað og hans verður minnst með hlýjum hug af fjölskyldu hans og samstarfsmönnum hjá IKEA víðs vegar um heiminn.“

Hann stofnaði IKEA þegar hann var aðeins 17 ára. 

„Við erum mjög sorgmædd yfir andláti Ingvars. Við munum minnast eldmóðs hans og hollustu en hann átti gott samstarf við fjölda fólks. Hann gafst aldrei upp og reyndi alltaf að bæta sig og sýna gott fordæmi,“ sagði Torbjörn Lööf, framkvæmdastjóri og forseti Inter IKEA Group.

Árið 1988 hætti Ingvar að gegna stjórnendastöðu hjá IKEA og gerðist þess í stað ráðgjafi fyrirtækisins.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert