Stofnandi IKEA látinn

Ingvar Kamprad er látinn.
Ingvar Kamprad er látinn. AFP

Ingvar Kamprad, stofn­andi IKEA, er lát­inn, 91 árs að aldri. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

„Ingvar Kamprad lést á friðsæl­an hátt á heim­ili sínu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni en Kamprad bjó í suður­hluta Svíþjóðar.

„Ingvars verður sárt saknað og hans verður minnst með hlýj­um hug af fjöl­skyldu hans og sam­starfs­mönn­um hjá IKEA víðs veg­ar um heim­inn.“

Hann stofnaði IKEA þegar hann var aðeins 17 ára. 

„Við erum mjög sorg­mædd yfir and­láti Ingvars. Við mun­um minn­ast eld­móðs hans og holl­ustu en hann átti gott sam­starf við fjölda fólks. Hann gafst aldrei upp og reyndi alltaf að bæta sig og sýna gott for­dæmi,“ sagði Tor­björn Lööf, fram­kvæmda­stjóri og for­seti In­ter IKEA Group.

Árið 1988 hætti Ingvar að gegna stjórn­enda­stöðu hjá IKEA og gerðist þess í stað ráðgjafi fyr­ir­tæk­is­ins.





mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert