Fyrsta sem þú finnur er lyktin

Moria flóttamannabúðirnar á Lesbos - myndin er tekin í lok …
Moria flóttamannabúðirnar á Lesbos - myndin er tekin í lok nóvember. AFP

Fyrsta sem þú finn­ur er lykt­in; stækj­an frá kömr­um og þúsund­um sem ekki hafa kom­ist í bað í lang­an tíma, seg­ir blaðamaður Washingt­on Post. Við erum að tala um Moria-flótta­manna­búðirn­ar á grísku eyj­unni Les­bos. Búðum sem mesta lagi er ætlað að hýsa 1.800 manns en þar eru nú um sjö þúsund flótta­menn. 

Í ný­legri grein á vef Open Democracy kem­ur fram að þar á meðal eru börn sem eru ein á flótta, þungaðar kon­ur, fatlaðir, særðir, aldraðir, fólk sem glím­ir við al­var­leg and­leg veik­indi, fólk sem hef­ur orðið fyr­ir ým­is­kon­ar áföll­um. Af þeim sem eru í búðunum sofa um fjög­ur þúsund í sum­artjöld­um eða á beru gólf­inu á sama tíma og hit­inn fer oft niður fyr­ir frost­mark.

Blaðamaður og ljós­mynd­ari Washingt­on Post voru ný­verið á Les­bos og heim­sóttu meðal ann­ars Moria-flótta­manna­búðirn­ar sem eru þær stærstu á grísku eyj­un­um í Eyja­hafi.

Heimili þúsunda flóttamanna - Moria flóttamannabúðirnar á Lesbos.
Heim­ili þúsunda flótta­manna - Moria flótta­manna­búðirn­ar á Les­bos. AFP

Mun færri flótta­menn koma til Les­bos nú en þegar flótta­manna­straum­ur­inn var sem mest­ur 2015 og 2016 eða allt þar til Evr­ópu­sam­bandið gerði samn­ing við Tyrki um að end­ur­senda flótta­fólk þangað. Samn­ing­ur sem hef­ur þýtt að flótta­fólkið kemst ekki leng­ur á meg­in­landið held­ur sit­ur fast á eyj­un­um í Eyja­hafi þar sem all­ar flótta­manna­búðir eru yf­ir­full­ar og lít­il sem eng­in þjón­usta er í boði. 

Sam­hengi sem hægt er að lýsa sem fæl­ingu

„Það eru eng­in rök fyr­ir því að fimm þúsund manns í flótta­manna­búðum í Evr­ópu hafi ekki aðgang að ein­föld­ustu þörf­um, skýli, heil­brigðisþjón­ustu, sal­ern­um og heitu vatni,“ seg­ir  Aria Danika, sem er verk­efn­is­stjóri mannúðarsam­tak­anna Lækn­ar án landa­mæra á Les­bos.  „Staðreynd­in er sú að miðað við hvað þeir þurfa að þola seg­ir mér að þetta sé hluti af stærra sam­hengi.“

Sam­hengi sem hún seg­ir að hægt sé að lýsa með einu orði; fæl­ingu. Skila­boð sem send eru til þeirra sem leita eft­ir hæli af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins og þeirra sem reka flótta­manna­búðir í Grikklandi: „Ekki koma hingað. Ann­ars verðið þið föst hér á þess­ari hrylli­legu eyju næstu tvö árin,“ seg­ir Eva Cossé, sem starfar fyr­ir mannúðar­vakt­ina, Hum­an Rights Watch. „Mik­il­vægt er að fólk verði flutt á meg­in­landið,“ seg­ir Cossé en ekki sé vilji fyr­ir því.

Moria flóttamannabúðirnar á Lesbos hýsa fleiri þúsund.
Moria flótta­manna­búðirn­ar á Les­bos hýsa fleiri þúsund. AFP

Ýmis smærri og stærri mannúðarsam­tök koma að hjálp­ar­starfi á Les­bos og á frétta­vef Metro er rætt við fólk sem starfar fyr­ir ein slík, One Happy Family. Þar er reynt að gefa fólki í búðunum að borða, aðstoða það við að kom­ast á netið svo það geti haft uppi á ást­vin­um sem einnig eru á flótta, og stytta þeim stund­ir með ým­is­kon­ar afþrey­ingu.

Íbúi í flóttamannabúðum á Lesbos stendur úti við tjald sitt …
Íbúi í flótta­manna­búðum á Les­bos stend­ur úti við tjald sitt fyr­ir ári síðan. AFP

Ekki mögu­leiki að all­ir lifi af

Einn þeirra bend­ir blaðamanni Metro á, þegar hann sýn­ir mynd­ir úr Moria-búðunum, að það megi líkja þessu við að ef gest­ir á Glost­on­bury tón­list­ar­hátíðinni yrði gert að dvelja þar mánuðum sam­an. Til að mynda hvernig sal­ern­isaðstaðan myndi líta út eft­ir ein­hvern tíma. Fleiri flótta­menn hafa komið til Les­bos að und­an­förnu og ljóst að miðað við nú­ver­andi aðstæður þá er ekki mögu­leiki á að þeir lifi all­ir vet­ur­inn af. Fleiri þúsund manns búi í óupp­hituðum tjöld­um og jafn­vel tjöld­um sem ekki er mögu­legt að hita upp enda ætluð fyr­ir sum­ar­hita á Eyja­hafi. Enda er fólk þegar farið að deyja í vet­ur þrátt fyr­ir að kald­asta tím­an­um sé hvergi nærri lokið.

Á vef Irish Times eru les­end­ur beðnir um að ímynda sér hvernig aðbúnaður flótta­fólks­ins er, í búðum hel­vít­is. Tjaldið hans Mohammed al-Musa er svo lítið að fæt­urn­ir, sem eru ber­ir og með fjöl­mörg­um blöðrum á,  standa út úr tjald­inu á hverri nóttu. Ber­skjaldaðir fyr­ir kulda, rott­um og skor­dýr­um.

Ólífutrjám fækkar hratt í kringum Moria enda eina leiðin að …
Ólífu­trjám fækk­ar hratt í kring­um Moria enda eina leiðin að orna sér við op­inn eld. AFP

Áætlan­ir ESB um að senda fólk með hraði aft­ur til Tyrk­lands hafa hins veg­ar ekki gengið upp og eru aðeins nokkr­ir tug­ir send­ir í hverj­um mánuði. Á sama tíma og hæl­is­leit­end­ur hafa áfrýjað synj­un­um um hæli hafa mann­rétt­inda­hóp­ar reynt að hnekkja lög­mæti þess að synja fólk í bráðri neyð um vernd. 

 Qam­ar Ahmad, 22 ára gam­all eðlis­fræðinemi frá Pak­ist­an, kom til Les­bos skömmu eft­ir að samn­ing­ur ESB og Tyrk­lands tók gildi í mars 2016. Hann er enn á eyj­unni, fast­ur í flótta­manna­búðum með skjöl sem öll eru á grísku þannig að hann skil­ur ekk­ert hvað kem­ur þar fram. Hann veit ekk­ert hvenær eitt­hvað ger­ist í hans mál­um. 

Benda hver á ann­an

Washingt­on Post seg­ir að skoðanir evr­ópskra stjórn­mála­manna eins og for­sæt­is­ráðherra Ung­verja­lands, Vikt­or Or­ban, hafi orðið ofan á í evr­ópskri umræðu. Manns sem lýsi flótta­fólki eins og mús­límsk­um inn­rás­ar­her. 

Hann hafi jafn­vel verið feng­inn til þess að taka á árs­fundi póli­tískra banda­manna Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, fyrr í mánuðum. Þar hafi hann talað mjög gegn því sem hann kall­ar að hleypa inn millj­ón­um mús­líma. 

Þrátt fyr­ir að grísk­ir og evr­ópsk­ir emb­ætt­is­menn viti vel hver staðan er í Moria þá sé lítið að gert annað en að menn saka hver ann­an um ástandið. 

Dimitris Avramopou­los, sem fer með mál­efni flótta- og far­and­fólks hjá fram­kvæmda­stjórn ESB, seg­ir að ESB hafi lagt yfir einn millj­arð evra til gríska rík­is­ins vegna flótta­manna­mála og ábyrgðin á aðstæðum í Moria sé í hönd­um grískra yf­ir­valda. 

Þessi stúlka er svo heppin að búa í PIKPA-flótta­manna­búðunum ekki …
Þessi stúlka er svo hepp­in að búa í PIKPA-flótta­manna­búðunum ekki Moria. mbl.is/​Gúna

Io­ann­is Mouzalas, sem fer með mál­efni flótta­fólks í grísku rík­is­stjórn­inni, seg­ir aft­ur á móti að stór hluti fjár­ins hafi runnið einka­rek­inna stofn­ana og sveit­ar­fé­laga til þess að taka á móti og bæta aðbúnað flótta­fólks. 

Á sama tíma og íbú­ar Les­bos, um 86 þúsund tals­ins, hafa sýnt mikið umb­urðarlyndi und­an­far­in ár þá virðist þol­in­mæði þeirra á þrot­um. Ekki sé við flótta­fólkið að sak­ast, seg­ir talsmaður stjórn­valda á Les­bos, held­ur grísk yf­ir­völd og ESB. 

Spyros Gal­in­os, rík­is­stjóri á Les­bos, hef­ur gagn­rýnt stöðuna ásamt starfs­systkin­um sín­um á öðrum eyj­um. Hann seg­ir að yf­ir­völd í Aþenu séu að breyta eyj­un­um í fang­elsi með því að hleypa fólki ekki upp á meg­in­landið. Stjórn­völd brugðust við mót­mæl­um eyja­skeggja með því að flytja nokk­ur þúsund flótta­menn af eyj­un­um í des­em­ber upp á meg­in­landið. En á hverj­um degi bæt­ast nýir flótta­menn í hóp­inn og ástandið fer stöðugt vers­andi í Moria á sama tíma og það kóln­ar í veðri. 

Frá Olive Grove þar sem flóttamenn bíða þess að komast …
Frá Oli­ve Grove þar sem flótta­menn bíða þess að kom­ast inn í Moria-flótta­manna­búðirn­ar. mbl.is/​Gúna

Líkt og blaðamaður mbl.is upp­lifði síðasta vor þá er fjöld­inn slík­ur í Moria að allt í kring hef­ur fólk hreiðrað um sig í tjöld­um. Jafn­vel með því að breiða álteppi yfir sig á milli ólífu­trjánna. En trján­um fer óðum fækk­andi því flótta­fólkið reyn­ir að halda á sér hita með því að kveikja bál úr grein­un­um. 

Mari­os Andrioti­os, talsmaður yf­ir­valda á Les­bos, seg­ir að þetta eigi ekki að koma nein­um á óvart. Það komi vet­ur á hverju ári. „Með því að leyfa ástand­inu að versna dag frá degi til þess eins að koma í veg fyr­ir að nýir komi er eng­in lausn. „Þetta er ómannúðlegt,“ bæt­ir hann við.

Enda þurfi þetta ekki að vera svona líkt og búðir sem mannúðarsam­tök hafa sett á lagg­irn­ar sem og yf­ir­völd á eyj­unni þar sem reynt er að bjóða fólki upp á mann­sæm­andi aðstæður. En flest­ir þeirra sem koma til Les­bos eru send­ir í Moria-búðirn­ar, stað sem er líkt við hel­víti á jörðu af þeim sem þekkja til.

Washingt­on Post

Irish Times

Metro

Open democracy

Al Jazeera

Auk AFP, danska rík­is­út­varps­ins og Politiken

Reynt er að halda uppi kennslu fyrir börn í flóttamannabúðum …
Reynt er að halda uppi kennslu fyr­ir börn í flótta­manna­búðum og skýl­um á Les­bos. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert