Með ítalska fánann um hálsinn

Lögreglan birti þessa mynd á Twitter af handtöku mannsins í …
Lögreglan birti þessa mynd á Twitter af handtöku mannsins í dag.

Karlmaður sem lögreglan á Ítalíu handtók í dag vegna skotárása í borginni Macerata var með ítalska fánann vafinn um hálsinn og heilsaði að nasistasið er hann var handtekinn. Að minnsta kosti sex særðust í árásum mannsins en hann skaut á vegafarendur, sem aðallega voru svartir útlendingar, út úr bíl á ferð.

Ítalskir fjölmiðlar segja manninn heita Luca Traini og vera 28 ára.  

Í frétt BBC kemur fram að Traini hafi í fyrra boðið sig fram í kosningum fyrir stjórnmálaflokk sem þekktur er fyrir harða innflytjendastefnu sína.

Hann veitti lögreglu ekki mótspyrnu við handtökuna. Byssa fannst í bíl hans.

Bæjarstjóri Macerata varaði fólk við að vera á ferli í dag eftir að skothríð hófst og áður en maðurinn var loks handtekinn.

Fórnarlömb hans voru flutt á sjúkrahús og er eitt þeirra sagt alvarlega slasað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert