Skotárás á Ítalíu

Ítalska lögreglan að störfum. Myndin er úr safni.
Ítalska lögreglan að störfum. Myndin er úr safni. AFP

Talið er að fjór­ir hafi særst í skotárás á veg­far­end­ur í bæn­um Macerata á Ítal­íu í dag. Í frétt BBC seg­ir að árás­ir hafi verið gerðar á nokkr­um stöðum í bæn­um og eru íbú­ar hvatt­ir til að halda sig inn­an­dyra. Í að minnsta kosti einu til­vik­inu skaut maður af byssu út úr bíl á ferð. Bíll­inn er sagður vera af gerðinni Alfa Romeo 147 og vera svart­ur að lit.

Í færslu bæj­ar­stjóra­skrif­stof­unn­ar á Twitter seg­ir að talið sé að árás­irn­ar séu enn í gangi.

Í frétt BBC seg­ir að ein­hverj­ir fréttamiðlar á Ítal­íu segi að tala særðra sé hærri en það hef­ur ekki feng­ist staðfest.

Fram kem­ur í frétt­inni að skot­hvell­ir hafi heyrst í tveim­ur bæj­ar­hlut­um sem hafa verið vett­vang­ur rann­sókn­ar á morði á átján ára gam­alli stúlku sem fannst lát­in á miðviku­dag. Karl­maður frá Níg­er­íu er í haldi grunaður um morðið. Fjöl­miðlar á Ítal­íu tengja þessa tvo at­b­urði sam­an í frétt­um sín­um í dag.

Upp­fært kl. 12.21: Lög­regl­an hef­ur hand­tekið mann sem grunaður er um árás­irn­ar. Hún seg­ir að hinir særðu séu all­ir út­lend­ing­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert