Boða breytingar í flóttamannamálum

Mette Frederiksen segir fleiri flóttamenn hafa komið til Evrópu en …
Mette Frederiksen segir fleiri flóttamenn hafa komið til Evrópu en hægt sé að aðstoða.

Sósí­al­demó­krat­ar í Dan­mörku boða breyt­ing­ar í flótta­manna- og út­lend­inga­mál­um með nýrri til­lögu. Flokk­ur­inn vill að ekki verði leng­ur hægt að sækja um vernd í Dan­mörku held­ur aðeins í gegn­um dansk­ar mót­tökumiðstöðvar í þriðja ríki.

Þar eru ríki í Norður-Afr­íku nefnd sem dæmi um það sem flokk­ur­inn tel­ur ákjós­an­lega staðsetn­ingu fyr­ir slíka miðstöð og þar muni fólkið svo bíða úr­lausn sinna mála. Flokk­ur­inn kall­ar til­lögu sína „rétt­vísa og raun­hæfa“. 

Mette Fredrik­sen, formaður flokks­ins, seg­ir stöðuna vera þá að fleiri flótta­menn hafi komið til Evr­ópu en hægt sé að aðstoða. 

Á móti vill flokk­ur­inn taka á móti fleiri kvóta­flótta­mönn­um á ári í gegn­um Sam­einuðu þjóðirn­ar. „Það verður í það minnsta mögu­leiki á því ef ekki koma hingað hæl­is­leit­end­ur á eig­in veg­um, þá erum við í þeirri stöðu sem ég vil helst vera, að við ákveðum sjálf hversu marg­ir koma til Dan­merk­ur,“ seg­ir Fredrik­sen.

Danska rík­is­út­varpið DR sagði frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka