Dómur staðfestur en skilorðsbundinn

Áfrýjunardómstóll í Suður-Kóreu staðfesti í dag dóm yfir erfingja Samsung-veldisins, Lee Jae-yong, en hann var sakfelldur fyrir mútur. Aftur á móti þarf hann ekki að afplána refsingu í fangelsi þar sem dómnum var breytt í skilorðsbundna refsingu.

Í héraðsdómi var Lee, sem er varaformaður stjórnar Samsung Electronics, dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir mútur en áfrýjunardómstóll breytti dómnum í skilorðsbundinn dóm í dag.

Lee var dæmdur fyrir mútur, meinsæri og önnur brot í tengslum við greiðslur sem Samsung innti af hendi til Choi Soon-sil, aðstoðarmanns Park Geun-hye, þáverandi forseta Suður-Kóreu, í ágúst. Park var sett af í fyrra vegna málsins og dæmd í fangelsi.

Lee Jae-yong.
Lee Jae-yong. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka