Dómur staðfestur en skilorðsbundinn

00:00
00:00

Áfrýj­un­ar­dóm­stóll í Suður-Kór­eu staðfesti í dag dóm yfir erf­ingja Sam­sung-veld­is­ins, Lee Jae-yong, en hann var sak­felld­ur fyr­ir mút­ur. Aft­ur á móti þarf hann ekki að afplána refs­ingu í fang­elsi þar sem dómn­um var breytt í skil­orðsbundna refs­ingu.

Í héraðsdómi var Lee, sem er vara­formaður stjórn­ar Sam­sung Electronics, dæmd­ur í fimm ára fang­elsi fyr­ir mút­ur en áfrýj­un­ar­dóm­stóll breytti dómn­um í skil­orðsbund­inn dóm í dag.

Lee var dæmd­ur fyr­ir mút­ur, mein­særi og önn­ur brot í tengsl­um við greiðslur sem Sam­sung innti af hendi til Choi Soon-sil, aðstoðar­manns Park Geun-hye, þáver­andi for­seta Suður-Kór­eu, í ág­úst. Park var sett af í fyrra vegna máls­ins og dæmd í fang­elsi.

Lee Jae-yong.
Lee Jae-yong. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert