Mikill viðbúnaður í Brussel

AFP

Mik­ill viðbúnaður er í Belg­íu í dag en rétt­ar­höld eru að hefjast yfir Salah Abdeslam í Brus­sel. Abdeslam, sem er 28 ára gam­all, er eini árás­armaður­inn sem er á lífi eft­ir árás­ina í Par­ís 2015.

Löng lest lög­reglu­bíla er nú á leið með Abdeslam til Brus­sel en hann sit­ur í fang­elsi skammt fyr­ir utan Par­ís. Hundruð vopnaðra lög­reglu­manna og her­manna munu standa vörð við dóms­húsið meðan á rétt­ar­höld­un­um stend­ur.

Salah Abdeslam.
Salah Abdeslam. AFP

Abdeslam, sem er Belgi fædd­ur í Frakklandi, er ákærður fyr­ir að hafa reynt að drepa nokkra lög­reglu­menn sem tóku þátt í aðgerðum þegar hann var hand­tek­inn í Brus­sel 15. mars 2016. Hann er jafn­framt ákærður fyr­ir ólög­leg­an vopna­b­urð. Þrír lög­reglu­menn særðust í skot­b­ar­dag­an­um og fé­lagi Abdeslam var skot­inn til bana. 

Abdeslam var hand­tek­inn ásamt Tún­is­búa, Sofia­ne Ay­ari, 24 ára, og eiga þeir yfir höfði sér allt að 40 ára fang­els­is­dóm verði þeir fundn­ir sek­ir.

Aðeins for­leik­ur að því sem koma kann

Rér­ttar­höld­in í dag eru aft­ur á móti aðeins for­leik­ur að því sem bíður hans í franska rétt­ar­kerf­inu en Abdeslam er sakaður um að hafa tekið þátt í árás sem kostaði 130 manns lífið í Par­ís fjór­um mánuðum fyr­ir hand­tök­una í Brus­sel. 

Abdeslam hef­ur neitað að tjá sig við rann­sókn máls­ins þessi tæpu tvö ár sem eru liðin frá hand­töku hans. Hann krafðist þess aft­ur á móti að vera viðstadd­ur rétt­ar­höld­in í Brus­sel en gert er ráð fyr­ir að þau standi í fjóra daga. Er þess beðið með mik­illi eft­ir­vænt­ingu hvort hann rjúfi þögn sína þar. 

Rík­is­sak­sókn­ari Belg­íu, Frederic Van Leeuw, seg­ir mik­il­vægt fyr­ir fórn­ar­lömb árás­anna að fá upp­lýs­ing­ar um hvað gerðist áður en árás­irn­ar í Par­ís og síðar Brus­sel voru framd­ar. 

Mik­il áhersla er lögð á að gæta fyllsta ör­ygg­is í kring­um rétt­ar­höld­in og flutn­ing fang­ans milli landa á hverj­um degi. Lög­regla og her í ríkj­un­um tveim­ur taka sam­eig­in­lega þátt í þess­um aðgerðum og er ekki upp­lýst um hvort fang­inn er flutt­ur í bíl eða þyrlu milli Vend­in-le-Vieil-fang­els­is­ins í norður­hluta Frakk­lands og dóms­húss­ins í Brus­sel.

Talið er að ástæðan fyr­ir því að hryðju­verka­hóp­ur­inn lét til skar­ar skríða í Brus­sel 22. mars 2016 á flug­vell­in­um í borg­inni og á lest­ar­stöðvum hafi verið sú að Abdeslam var hand­tek­inn nokkr­um dög­um fyrr. Talið er að sami hóp­ur, sem tengd­ist Ríki íslams, hafi staðið á bak við árás­irn­ar í Par­ís og Brus­sel.

Abdeslam hef­ur und­an­farna 20 mánuði verið í ein­angr­un þar sem fylgst er með hon­um all­an sól­ar­hring­inn í Fleury-Merog­is-fang­els­inu fyr­ir utan Par­ís.

Þeir Abdeslam og Ay­ari voru hand­tekn­ir í íbúð í For­est-hverf­inu í Brus­sel en sá þriðji,  Mohamed Belkaid, 33 ára Als­ír­búi, lést í aðgerðunum.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert