Andstaða við hugmyndir jafnaðarmanna

AFP

Stjórn­ar­andstaðan á danska þing­inu er full efa­semda um til­lögu Jafnaðarmanna­flokks­ins um að flótta­fólk fái ekki leng­ur að sækja um alþjóðlega vernd fyr­ir­vara­laust á landa­mær­um Dan­merk­ur eða í miðstöðvum fyr­ir hæl­is­leit­end­ur. 

Jafnaðarmanna­flokk­ur­inn er stærsti stjórn­ar­and­stöðuflokk­ur­inn á danska þing­inu. Jafnaðar­menn leggja til að ef fólk vill sækja um hæli í Dan­mörku þurfi það að fara í danska mót­töku­stöð í ótil­greindu ríki í Norður-Afr­íku og bíða þar á meðan mál þeirra er tekið fyr­ir.  

Johanne Schmidt-Niel­sen, þingmaður En­heds­listen sem er banda­lag vinstri grænna (Rauð-græna banda­lagið), seg­ir að aðlög­un flótta­fólks sé eðli­lega ekki vanda­mála­laus. Með til­lög­unni um að láta það starf í hend­ur ein­hvers rík­is í Norður-Afr­íku í stað þess að tak­ast á við það sjálf beri vott um skort á sam­kennd með öðrum. 

Þrátt fyr­ir að jafnaðar­menn telji að til­lag­an sé í sam­ræmi við mannúðarsjón­ar­mið og mann­rétt­indi þá hef­ur Schmidt-Niel­sen veru­leg­ar efa­semd­ir þar um.

„Ég held að jafnaðar­menn séu ein­ir um að telja að þetta sé í sam­ræmi við mann­rétt­indi,“ seg­ir hún. 

Pia Ol­sen Dyhr, formaður Sósíal­íska þjóðarflokks­ins, seg­ist sjá ákveðna já­kvæða hluti við til­lögu jafnaðarmanna. Svo sem með því að veita flótta­mönn­um betri og hent­ugri aðstoð, með auk­inni þró­un­ar­hjálp og fjölg­un kvóta­flótta­manna. 

Morten Østerga­ard, formaður Radikale Ven­stre, seg­ir að þótt hann hafi ekk­ert á móti því að veita flótta­fólki skjól í Norður-Afr­íku sé til­laga jafnaðarmanna gjör­sam­lega óraun­hæf.

„Við mun­um aldrei finna Afr­íku­ríki sem er reiðubúið til þess að taka þetta verk­efni að sér fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Østerga­ard.

Hann hvet­ur til betra og þróaðra sam­starfs við ná­granna­rík­in inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og þar af leiðandi betri mögu­leika á samn­inga við ríki í Norður-Afr­íku. Hann seg­ir að það sé ekk­ert annað en sand­kastali að ímynda sér að ný rík­is­stjórn gæti gert þetta án stuðnings annarra ríkja. 

Um­hverf­is­flokk­ur­inn Alternati­vet seg­ir hug­mynd­ir Jafnaðarmanna­flokks­ins bæði óraun­sæj­ar og ómannúðleg­ar.

„Þú ert að leggja til að byrðarn­ar verði færðar til rík­is í Norður-Afr­íku. Skilja vanda­málið eft­ir fyr­ir ná­granna­rík­in. Og með því að segja nei við fólk á flótta sem kem­ur hingað,“ seg­ir talsmaður flokks­ins í inn­flytj­enda­mál­um, Josephine Fock. Flokk­ur­inn tek­ur hins veg­ar vel í hug­mynd­ir um að leggja aukið fé í þró­un­araðstoð.

Marcus Knuth, talsmaður Ven­stre í inn­flytj­enda­mál­um, seg­ir að það yrði draumi lík­ast ef ekki þyrfti annað en að smella fingr­um og koma slíku kerfi á. En því miður sé ástandið mjög ótryggt víða í N-Afr­íku og væri ekki einu sinni hægt að byggja þar búðir. 

„Og ríki þar sem ástandið er mun stöðugra myndu aldrei í sín­um villt­ustu draum­um hugsa um að játa þessu til­boði,“ bæt­ir Knuth við.

Mart­in Henrik­sen, talsmaður Þjóðarflokks­ins í mál­efn­um inn­flytj­enda, seg­ir að jafnaðar­menn eigi skilið hóp­knús ef þeir standi fast á þess­ari til­lögu. Ef þessi til­laga er lögð fram á rétt­an hátt geti þetta gengið upp og stand­ist mannúðarsjón­ar­mið.

<a href="htt­ps://​www.dr.dk/​nyheder/​politik/​stoej­berg-undrer-sig-over-mette-frederik­sen-hvor­for-bakk­er-i-ikke-op-om-vor­es" tar­get="_blank"><strong>Danska rík­is­út­varpið</​strong></​a>

Meðal hug­mynda jafnaðarmanna er fækka út­lend­ing­um sem koma frá öðrum ríkj­um en Vest­ur­lönd­um til Dan­merk­ur. „Við vilj­um setja þak á þann fjölda út­lend­inga sem ekki eru vest­ræn­ir sem fá að koma til Dan­merk­ur,“ seg­ir leiðtogi Jafnaðarmanna­flokks Dan­merk­ur, Mette Frederik­sen, í 44 blaðsíðna langri skýrslu þar sem sjón­um er einkum beint að hæl­is­leit­end­um frá Afr­íku. 

„Við vilj­um gera um­bæt­ur á hæl­is­um­sókna­kerfi okk­ar, meðal ann­ars með því að setja upp mót­tökumiðstöðvar utan Evr­ópu og í framtíðinni verði ómögu­legt fyr­ir flótta­menn að fá hæli í Dan­mörku fyr­ir utan þá kvóta sem sett­ir eru af Sam­einuðu þjóðunum,“ sagði Fredrik­sen þegar hún kynnti skýrsl­una í gær. 

Þrátt fyr­ir að um­sækj­andi um alþjóðlega vernd fái hana þá fær hann ekki að koma til Dan­merk­ur held­ur þarf hann að bíða í mót­tök­uland­inu þangað til máli hans lýk­ur und­ir stjórn Flótta­manna­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna (UN­HCR). Dan­mörk mun greiða fyr­ir kostnaðinn sem af þessu hlýt­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka