Alþjóða glæpadómstóllinn í Haag ætlar að hefja bráðabirgðarannsókn á meintum glæpum sem framdir hafa verið í tengslum við fíkniefnastríð stjórnvalda á Filippseyjum.
Fatouo Bensouda, æðsti saksóknari dómstólsins, segir rannsóknina einkum taka þeirra ásakana að filippseyskir lögreglumenn hafi staðið fyrir aftökum án dóms og laga á meintum fíkniefnaneytendum og -sölum.
Sú stefna forseta Filippseyja, Rodridgo Duterte, að samþykkja slík dráp sem lið í fíkniefnastríðinu hefur mætt fordæmingu alþjóðasamfélagsins.
BBC hefur eftir Bensouda að dómstóllinn muni einnig taka til skoðunar valdbeitingu yfirvalda í Venesúela í mótmælum þar í landi. Hefur stjórn Nicolasar Maduros, forseta Filippseyja, sætt ásökunum um mannréttindabrot vegna mótmæla á síðasta ári, sem hafa kostað meira en 120 manns lífið.
Kvaðst Bensouda hafa fylgst náið með málum á Filippseyjum og í Venesúela og að eftir „vandlega, sjálfstæða og hlutlausa skoðun .... þá hef ég ákveðið að hefja bráðabirgðarannsókn á báðum málum.“
Á þessu stigi sé hins vegar ekki um fulla rannsókn að ræða, heldur sé verið að kanna hvort að ástæða sé til að hefja slíka rannsókn.