Hjálparstarfsmenn keyptu vændi

Hjálparstarfsmennirnir munu hafa greitt vændiskonunum fyrir að taka þátt í …
Hjálparstarfsmennirnir munu hafa greitt vændiskonunum fyrir að taka þátt í kynsvalli. AFP

Hjálparstarfsmenn á vegum bresku góðgerðarsamtakanna Oxfam keyptu sér kynlífsþjónustu af barnungum vændiskonum á Haíti þegar þeir voru þar að veita neyðaraðstoð eftir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir árið 2010. 300 þúsund manns létust í jarðskjálftanum. Þetta kemur fram í breska blaðinu The Times. Talsmaður samtakanna neitar því að reynt hafi verið að hylma yfir málið.

Fram kemur í umfjöllun blaðsins að vændiskonunum hafi verið boðið þangað sem hjálparstarfsmennirnir höfðu aðsetur og að þar hafi þær fengið borgað fyrir að taka þátt í kynlífsveislu. Heimildamaður sagðist hafa séð myndir af af starfsmönnunum í kynsvalli með vændiskonunum. Þeir hafi verið klæddir í stuttermaboli merkta Oxfam.

Samtökin segja að málið hafi verið rannsakað, en ekki sé hægt að fullyrða að vændiskonurnar hafi verið undir lögaldri. Nokkrir starfsmenn hafi engu að síður síður verið látnir fara eftir að hafa viðurkennt að keypt sér þjónustu vændiskvenna og enn aðrir hafi hætt áður en rannsókninni lauk. Yfirvöldum á Haíti var þó ekki gerð grein fyrir málinu og ekki var gripið til neinna lagalegra refsiaðgerða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert