Staðfest hefur verið að allir sem voru um borð í flugvél Saratov-flugfélagsins, sem hrapaði skömmu eftir flugtak í Moskvu í morgun, hafi látist í slysinu. Um var að ræða 65 farþega og 6 manna áhöfn. AFP-fréttastofan greinir frá.
Vélin hvarf af radarskjám skömmu eftir flugtak á leið sinni frá Moskvu til flugvallarins í Orsk, sem liggur nærri landamærum Kasakstan.