Rússnesk flugvél með 71 farþega og áhöfn innanborðs hrapaði skömmu eftir flugtak. Vélin hvarf af radarskjám skömmu eftir flugtak á leið sinni frá Moskvu til flugvallarins í Orsk, sem liggur nærri landamærum Kasakstan að því er BBC greinir frá.
AFP-fréttastofan segir flugvélina hafa verið í eigu Saratov-flugfélagsins og hafa hrapað til jarðar í nágrenni bæjarins Argunovo skammt fyrir utan Moskvu.
Interfax-fréttastofan hefur eftir björgunarsveitarmanni á vettvangi slyssins að það sé borin von að einhver hafi lifað flugslysið af.
Fréttin hefur verið uppfærð.