Fékk 15 ár fyrir ránið á skólastúlkunum

Myndband sem Boko Haram sendi frá sér í janúar á …
Myndband sem Boko Haram sendi frá sér í janúar á þessu ári sýnir a.m.k. 14 þeirra stúlkna sem samtökin rændu frá Chibok árið 2014. Einn liðsmaður samtakanna hefur nú hlotið 15 ára dóm fyrir sinn þátt í ráninu. AFP

Dóm­stóll í Níg­er­íu dæmdi í dag einn liðsmanna Boko Haram til fang­elsis­vist­ar fyr­ir þátt­töku sína í rán­inu á 214 stúlk­um frá Chi­bok.

Maður­inn, Har­una Ya­haya, er sá fyrsti sem sem hlýt­ur dóm fyr­ir þátt­töku sína í þessu fjöl­menna mann­ráni. Ya­haya sem er fyrr­ver­andi kaupmaður viður­kenndi þátt sinn í rán­inu á 276 skóla­stúlk­um, en sagðist hafa verið neydd­ur til að taka þátt.

Dóm­ar­ar við her­dóm­stól­inn í Kanji, sem nú dæma í máli rúm­lega 1.000 liðsmanna Boko Haram, höfnuð af­sök­un­ar­beiðni Ya­haya. Beiðni hans um mis­kunn vegna fötl­un­ar sinn­ar, en hann er lamaður á ann­ari hendi og með af­myndaðan fót, var held­ur ekki tek­in til greina að því er BBC grein­ir frá.

Sali­hu Isah, talsmaður dóms­málaráðuneyt­is­ins, staðfesti í sam­tali við AFP-frétta­stof­una að Ya­haya hefði fengið 15 ára fang­els­is­dóm.  

Ya­haya, er frá Potisk­um fylki í norðaust­ur­hluta Níg­er­íu. Hann var hand­samaður af hópi upp­reisn­ar­manna Civili­an JTF árið 2015, ári eft­ir að skóla­stúlk­un­um var rænt.  Af þeim 276 sem voru tekn­ar í apríl 2014 eru 112 enn í haldi.

Um 700 meint­ir upp­reisn­ar­menn fara fyr­ir dóm­stól­inn í þess­ari viku.  Á mánu­dag voru 20 þeirra dæmd­ir sek­ir um glæpi tengd­um Boko Haram, en tveir voru látn­ir laus­ir vegna skorts á sönn­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert