Lýsir sig sekan af árásinni í Stokkhólmi

Johan Eriksson, verjandi Akilovs á blaðamannafundi í lok janúar. Réttarhöld …
Johan Eriksson, verjandi Akilovs á blaðamannafundi í lok janúar. Réttarhöld eru hafin yfir Akilov. AFP

Rak­hmat Aki­lov, hæl­is­leit­andi frá Úsbekist­an sem myrti fimm manns er hann ók niður gang­andi veg­far­end­ur í Stokk­hólmi í apríl í fyrra, játaði fyr­ir rétti í dag að hafa viljað aka niður „trú­leys­ingja“.

Rétt­ar­höld yfir Aki­lov hóf­ust í dag og lýsti Aki­lov yfir játn­ingu sinni er hann stóð í hand­járn­um fyr­ir fram­an dóm­ar­ann.

Mik­il ör­ygg­is­gæsla er í rétt­ar­saln­um. Aki­lov, sem hafði verið synjað um hæli í Svíþjóð 2016, seg­ist hafa heitið hryðju­verka­sam­tök­un­um Ríki íslams holl­ustu sinni kvöldið áður en hann gerði árás­ina. Ríki íslams hef­ur hins veg­ar aldrei lýst yfir ábyrgð á árás­inni.

Aki­lov stal flutn­inga­bíl síðdeg­is föstu­dag­inn 7. apríl og ók hon­um niður göngu­götu í miðbæn­um þar sem mikið fjöl­menni var á ferli. Aki­lov sveigði bíl­inn til og frá til að ná að aka á sem flesta. Fimm lét­ust í árás­inni og tíu til viðbót­ar særðust.

„Aki­lov tók bíl­inn og ók eins og sak­sókn­ari lýsti. Hann drap fimm manns og særði 10,“ sagði verj­andi hans  Joh­an Eriks­son. „Til­efnið var að valda ótta og fá Svíþjóð til að binda endi á þátt sinn í bar­átt­unni gegn Ríki íslams,“ bætti hann við.

Aki­lov flúði af vett­vangi og var hand­tek­inn nokkr­um klukku­stund­um síðar. Hann játaði árás­ina við yf­ir­heyrsl­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert