Hinrik Danaprins hefur verið fluttur af Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn og til Fredensborg-hallar samkvæmt tilkynningu frá dönsku hirðinni.
Hinrik greindist með góðkynja æxli í lunga og var lagður inn á sjúkrahús vegna þess. Hann greindist einnig með heilabilun á síðasta ári.
Fyrri tilkynningar voru á þá leið að ástand hans færi versnandi og í tilkynningunni nú kemur fram að ástand hans sé áfram alvarlegt.
Þá segir að það sé að ósk Hinriks að hann fái að verja síðustu stundum sínum í höllinni.