Öðrum landsstjóra Oxfam var sagt upp

Starfsmenn Oxfam komu til Haítí í kjölfar mikils jarðskjálfta á …
Starfsmenn Oxfam komu til Haítí í kjölfar mikils jarðskjálfta á eyjunni árið 2010. AFP

Landsstjóri góðgerðarsamtakanna Oxfam á Haítí frá árinu 2012 var rekinn á síðasta ári vegna „óviðeigandi hegðunar“. Hann hafði tekið við starfinu af manni sem hafði verið sakaður um vændiskaup í starfi bæði á Haítí og í Tjad.

Yfirstjórn Oxfam hefur staðfest að uppsögnin hafi komið í kjölfar ásakana í garð landsstjórans fyrrverandi, Damien Berrendorf. Stjórnin segir að hann hafi ekki tengst vændiskaupamálinu frá árinu 2011 og að brottrekstur hans tengist ekki málum af kynferðislegum toga.

Í síðustu viku hófu að birtast fréttir um að starfsmenn Oxfam hefðu orðið uppvísir að því að  misnota sér neyð skjólstæðinga sinna á Haítí og í Afríkuríkinu Tjad. Var upplýst að níu starfsmönnum hefði í kjölfar málsins, sem kom upp á árunum 2010-2011, annaðhvort verið sagt upp eða þeim boðið að segja upp sjálfir.

Kaþólsku góðgerðarsamtökin Cafod staðfestu í gær að þau hefðu rekið starfsmann sem hafði verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi er hann vann fyrir Oxfam á Haítí í kjölfar jarðskjálftans mikla árið 2011.

Frétt Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert