13 Rússar ákærðir fyrir afskipti af kosningum

Robert Mueller leiðir rann­sókn á af­skipt­um Rússa af for­seta­kosn­ing­un­um 2016.
Robert Mueller leiðir rann­sókn á af­skipt­um Rússa af for­seta­kosn­ing­un­um 2016. AFP

Þrett­án Rúss­ar hafa verið ákærðir fyr­ir ólög­leg af­skipti af for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um árið 2016. Robert Mu­ell­er, sem leiðir rann­sókn á meint­um af­skipt­um Rússa af kosn­ing­un­um, hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem greint er frá ákær­un­um.

Í frétt BBC kem­ur fram að þrír hinna ákærðu eru ásakaðir um sam­særi og fimm eru ásakaðir um auðkenn­isþjófnað. Talið er að hundruð manna teng­ist aðgerðum hinna ákærðu sem kostuðu millj­ón­ir doll­ara.

Þrjú rúss­nesk fyr­ir­tæki eru einnig ásökuð um að hafa haft af­skipti af kosn­ing­un­um.

Rúss­arn­ir eiga að hafa þóst vera Banda­ríkja­menn og nýtt sér sam­fé­lags­miðla, líkt og Face­book, Twitter, In­sta­gram og YouTu­be, til að leggja áherslu á stjórn­mál og um­deild mál­efni. Sum­ir hinna ákærðu notuðu tölvu­kerfi í Banda­ríkj­un­um til að fela slóð þeirra til Rúss­lands.

Hinir ákærðu höfðu aðset­ur í St. Pét­urs­borg en ferðuðust til Banda­ríkj­anna. Þá hafi íbúi í Texas leiðbeint Rúss­un­um um hvernig þeir gætu ein­beitt sér að ríkj­um þar sem mjótt var mun­un­um á milli Don­ald Trump og Hillary Cl­int­on.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir að hinir ákærðu hafi fylgst mark­visst með þróun kosn­inga­bar­átt­unn­ar, allt frá ár­inu 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka