13 Rússar ákærðir fyrir afskipti af kosningum

Robert Mueller leiðir rann­sókn á af­skipt­um Rússa af for­seta­kosn­ing­un­um 2016.
Robert Mueller leiðir rann­sókn á af­skipt­um Rússa af for­seta­kosn­ing­un­um 2016. AFP

Þrettán Rússar hafa verið ákærðir fyrir ólögleg afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Robert Mueller, sem leiðir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningunum, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá ákærunum.

Í frétt BBC kemur fram að þrír hinna ákærðu eru ásakaðir um samsæri og fimm eru ásakaðir um auðkennisþjófnað. Talið er að hundruð manna tengist aðgerðum hinna ákærðu sem kostuðu milljónir dollara.

Þrjú rússnesk fyrirtæki eru einnig ásökuð um að hafa haft afskipti af kosningunum.

Rússarnir eiga að hafa þóst vera Bandaríkjamenn og nýtt sér samfélagsmiðla, líkt og Facebook, Twitter, Instagram og YouTube, til að leggja áherslu á stjórnmál og umdeild málefni. Sumir hinna ákærðu notuðu tölvukerfi í Bandaríkjunum til að fela slóð þeirra til Rússlands.

Hinir ákærðu höfðu aðsetur í St. Pétursborg en ferðuðust til Bandaríkjanna. Þá hafi íbúi í Texas leiðbeint Rússunum um hvernig þeir gætu einbeitt sér að ríkjum þar sem mjótt var mununum á milli Donald Trump og Hillary Clinton.

Í yfirlýsingunni segir að hinir ákærðu hafi fylgst markvisst með þróun kosningabaráttunnar, allt frá árinu 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka