Ógnuðu vitnum

AFP

Góðgerðarsamtökin Oxfam hafa greint frá því að þrír menn sem eru sakaður um kynferðislegt ofbeldi á Haítí hafi hótað vitnum líkamsmeiðingum ef þau myndu greina frá ofbeldinu þegar þeir sættu rannsókn árið 2011.

Oxfam samtökin hafa birt skýrslu þar sem fjallað er um misbeitingu nokkurra starfsmanna samtakanna. Árið 2011 greindu samtökin frá því í innanhússskýrslu að meira yrði að gera til þess að koma í veg fyrir að slíkir einstaklingar færu til starfa hjá öðrum góðgerðarsamtökum.

Þrátt fyrir það hafa nokkrir menn sem taldir eru hafa beitt kynferðislegu ofbeldi fengið störf annars staðar, segir í frétt BBC.

Sjö starfsmenn Oxfam létu af störfum fyrir samtökin vegna hegðunar þeirra á Haítí árið 2011. 

Í grein á mbl.is í síðustu viku kom fram að starfsmennirnir létu einka­bíl­stjóra sína aka kon­um, mögu­lega börn­um, sem þeir svo mis­notuðu kyn­ferðis­lega. Mis­notk­un­in fólst m.a. í þeirri valda­stöðu sem yf­ir­menn góðgerðarsam­tak­anna Oxfam voru í á meðan þeir áttu að vera að hjálpa blá­fá­tækri þjóð að byggja upp eyj­una eft­ir gríðarlega harðan jarðskjálfta sem kostaði hundruð þúsunda lífið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert