„Gerði þetta því mig verkjar í hjartað“

Rakhmat Akilov fyrir rétti í Stokkhólmi. Hann segist hafa viljað …
Rakhmat Akilov fyrir rétti í Stokkhólmi. Hann segist hafa viljað hefna fyrir þátttöku Svía í baráttunni gegn Ríki íslams. AFP

Rak­hmat Aki­lov, hæl­is­leit­and­inn frá Úsbekist­an sem myrti fimm manns í Stokk­hólmi á síðasta ári, seg­ist með aðgerðum sín­um hafa viljað hefna fyr­ir þátt­töku Svía í bar­átt­unni gegn Ríki íslams.

Rétt­ar­höld hóf­ust yfir Aki­lov í síðustu viku og lýsti hann sig strax á fyrsta degi sek­an um að hafa stolið flutn­inga­bíl og að hafa ekið niður gang­andi veg­far­end­ur á fjöl­far­inni göngu­götu í miðborg Stokk­hólms.

Er Aki­lov ekki sagður hafa látið neina iðrun eða eft­ir­sjá í ljós er hann sett­ist í vitna­stúk­una í dag. Sagði hann rétt­in­um, með aðstoð dómtúlks, að hann hafi viljað þrýsta á „Svíþjóð að binda endi á þátt­töku sína í bar­átt­una gegn kalíf­a­dæm­inu“.  Kvaðst Aki­lov hafa viljað leggja sitt af mörk­um til að koma á fót kalíf­a­dæmi líkt og Múhameð spá­maður spáði fyr­ir um.

„Ég gerði þetta því mig verkj­ar í hjartað og sál­ina vegna þeirra sem hafa þjáðst vegna spreng­inga NATO,“ sagði Aki­lov.

Árás­in minn­ir um margt á árás­ir í Nice og Berlín, þar sem stór­um öku­tækj­um var ekið inn í mann­fjölda, en ólíkt þeim þá hef­ur Ríki íslams aldrei lýst yfir ábyrgð á til­ræðinu í Stokk­hólmi.

Eyddi þrem­ur mánuðum í að und­ir­búa árás­ina

Sænsk yf­ir­völd höfnuðu um­sókn Aki­lovs um hæli þar í landi árið 2016 og kvöldið áður en hann lét til skara skríða þá sór hann Ríki íslams holl­ustu sína.

Aki­lov er þó sagður hafa eytt þrem­ur mánuðum í að und­ir­búa árás sína og sagði sak­sókn­ar­inn Hans Ihrm­an, er rétt­ar­höld­in hóf­ust að þau muni auka skiln­ing manna á rót­tækni­hæn­ingu og hvernig hún eigi sér stað hjá þeim sem til­heyri jaðar­hóp­um í sam­fé­lag­inu.

Aki­lov er ákærður fyr­ir hryðju­verk og til­raun til hryðju­verk, en þegar hann hafði ekið bíl sín­um á veg­far­end­ur reyndi hann, án ár­ang­urs, að kveikja á sprengju­belti sem hann bar á sér. Kveðst Aki­lov hafa viljað deyja píslar­vætt­is­dauða í spreng­ing­unni.“

Hann flúði því næst af vett­vangi, en var hand­tek­inn af lög­reglu nokkr­um tím­um síðar.

Talið er að Aki­lov hafi verið einn af verki, en at­hygli lög­reglu hef­ur þó einnig beinst að nokkr­um dul­kóðuðum sam­ræðum Aki­lovs á spjallsvæðum við óþekkta ein­stak­linga fyr­ir og eft­ir árás­ina.

Sak­sókn­ari hef­ur farið fram á lífstíðardóm  og því næst brott­vikn­ingu yfir Aki­lov vegna máls­ins, en bú­ist er við að dóm­ur liggi fyr­ir í máli hans í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert