Vill banna búnað fyrir riffla

Donald Trump í Hvíta húsinu er hann greindi frá tíðindunum.
Donald Trump í Hvíta húsinu er hann greindi frá tíðindunum. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað tilskipun um að banna búnað sem er hannaður til að hálfsjálfvirkir hríðskotarifflar virki eins og sjálfvirkir rifflar.

Byssumaðurinn sem myrti 58 manns í Las Vegas í fyrra notaði slíkan búnað við verknaðinn.

Trump sagðist í Hvíta húsinu húsinu hafa beint því til dómsmálaráðuneytisins að útbúa frumvarp sem myndi banna búnaðinn, að því er BBC greindi frá. 

„Við verðum að gera meira til að vernda börnin okkar,“ sagði Trump og bætti við að hann ætli að ræða um öryggismál í skólum í þessari viku.

Í síðustu viku myrti 19 ára piltur sautján manns í skóla í Flórída.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert