111 stúlkna er saknað í norðausturhluta Nígeríu eftir að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Boko Haram gerðu árás á skóla þeirra.
Nígeríska lögreglan greindi frá þessu.
Óttast er að annað mál í líkingu við það, þegar fjölda stúlkna var rænt í Chibok árið 2014, sé þar með komið upp.
„815 nemendur sneru aftur í skólann af þeim 926 sem eru í skólanum,“ sagði Abdulmaliki Sumonu, lögreglustjóri í ríkinu Yobe.
„Hinna er saknað. Ekki hefur verið staðfest að þeim hafi verið rænt.“