Að minnsta kosti fimm manns létust og 15 er saknað eftir að aurskriða féll á hrísgrjónaakra á eyjunni Jövu í Indónesíu. Bændur voru að störfum á akrinum þegar aurskriðan féll. Mikil úrkoma hefur verið á fjallasvæðinu síðustu daga.
14 manns slösuðust þegar aurskriðan féll. Þeir voru fluttir á nærliggjandi sjúkrahús til frekari aðhlynningar.
Björgunarsveitir, herinn, lögreglan og sjálfboðaliðar vinna að því að grafa upp fólk á svæðinu í þeirri von um að finna fólk á lífi. Stórt svæði hefur verið rýmt og íbúum er meinað að koma á heimili sín í nágrenninu vegna hættu á frekari aurskriðum.
Aurskriður eru algengar á þessum árstíma frá október og fram í apríl þegar mikil úrkoma er á svæðinu.
8. febrúar síðastliðinn varð talsvart flóð á Jakarta, eyju í Indónesíu, þegar flæddi inn á fjölmörg heimili.
Í nóvember létust 11 manns þegar aurskriða féll í kjölfar mikillar rigningar í Pacitan á austurhluta Jövu.