Segir gagnrýni á NRA skammarlega

Wayne LaPierre á fundinum í dag.
Wayne LaPierre á fundinum í dag. AFP

Yfirmaður hjá Samtökum byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, hefur gagnrýnt þá harðlega sem vilja herða reglur um byssueign og sakar þá um að notfæra sér skotárásina í Flórída í síðustu viku á skammarlegan hátt.

Wayne LaPierre tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega eftir árásina þar sem 17 voru skotnir til bana.

Sakaði hann demókrata, sem berjast fyrir hertum reglum á byssueign, um að vilja afnema stjórnarskrárbundinn rétt til að bera skotvopn.

„Þessi skammarlega pólitík er sorgleg, virkilega sorgleg og skólabókardæmi frá þessari eitruðu hreyfingu,“ sagði hann á alþjóðlegri ráðstefnu íhaldsmanna.

„Hjá þeim snýst þetta ekki um öryggi, þetta er pólitískt mál,“ bætti hann við. „Þau hata NRA. Þau hata lagaákvæðið sem heimilar byssueign. Þau hata frelsi einstaklingsins.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert