Um 20 sagt upp hjá Rauða krossinum vegna kynlífsþjónustu

Alþjóðadeild Rauða krossins starfar víða um heim.
Alþjóðadeild Rauða krossins starfar víða um heim. AFP

Frá árinu 2015 hefur 21 starfsmanni Alþjóða Rauða krossins (ICRC) hefur verið sagt upp störfum eða hann hætt eftir að upp komst um „greiðslu fyrir kynlífsþjónustu“. Undanfarið hafa fjölmargar fréttir borist af kynferðislegri misnotkun starfsmanna ýmissa hjálparsamtaka í hrjáðum löndum. 

Yves Daccord, framkvæmdastjóri ICRC, segir að samtökin hafi farið vel yfir starfsemi sína á alþjóðlegum vettvangi undanfarið. Auk þessum 21 starfsmanni sem var sagt upp þá voru ekki endurnýjaðir samningar við tvo til viðbótar af sömu ástæðu.  

Alls starfa um 17 þúsund manns í Alþjóða Rauða krossinum víða um heim. Það gerði það að verkum að erfitt og flókið er að safna saman þessum upplýsingum, að sögn Daccord. Hann jafnframt óttaðist að ekki hefðu öll tilvik verið tilkynnt og að sum málanna hefðu ekki farið í réttan farveg en Rauði krossinn væri að vinna í því þessu verkefni. 

Hann benti jafnframt á að árið 2006 væri starfsmönnum Rauða krossins bannað að „kaupa hvers kyns kynlífsþjónustu“ jafnvel í þeim löndum þar sem vændi er löglegt. Þetta er ólíkt reglum bresku hjálparsamtakanna Oxfam sem banna ekki starfsmönnum sínum að kaupa vændi. 

Bresku Oxfam góðgerðarsam­tök­in greindu fyrri nokkrum dögum að verið væri að rann­saka 26 til­felli til viðbót­ar þar sem grun­ur leik­ur á kyn­ferðis­legri mis­notk­un. Eru 16 þess­ara til­fella sögð tengj­ast alþjóðastarfi sam­tak­anna. Þá hafa þrír æðstu stjórnendur samtakanna sagt af sér vegna málsins. 

Almennt þyrfti Rauði krossinn að standa í lappirnar og gangast við menningarmun landanna hvar í heiminum sem hann starfar. „Góðgerðarsamtök standa á tímamótum. Fólkið sem við störfum fyrir á það skilið að við vinnum að heilindum í þeirra þágu,“ sagði Yves Daccord.

Í gær sagði næ­stæðsti yf­ir­maður Barna­hjálp­ar Sam­einuðu þjóðanna, Just­in For­syth, af sér í vegna ásak­ana um óviðeig­andi hegðun í garð kven­kyns starfs­fólks í fyrra starfi hans sem yf­ir­maður bresku góðgerðarsam­tak­anna Save The Children.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert