Slóvaskur rannsóknarblaðamaður fannst myrtur á á heimili sínu ásamt unnustu sinni í gær. Lögreglan telur að orsök morðsins megi rekja til skrifa blaðamannsins um skattamál. Mikill óhugur ríkir í Slóvakíu vegna málsins.
Jan Kuciak og Martina Kusnirova voru skotin til bana á heimili sínu í Velka Maca, þorpi sem er um 65 kílómetra austur af Bratislava, höfuðborg Slóvakíu.
„Morðið tengist að öllum líkindum rannsóknarblaðamennsku hans,“ segir lögreglumaður í samtali við BBC.
#Slovakia: RSF appalled by investigative reporter’s murder in Slovakiahttps://t.co/PjJBVHABDX pic.twitter.com/nbG04nZk9X
— RSF (@RSF_inter) February 26, 2018
Kuciak hafði nýverið fjallað um möguleg skattsvik í tengslum við lúxusíbúðir sem nefnast Five Star Residence. Kuciak hafði fyrir slóvaska fréttamiðilinn Aktuality.sk frá árinu 2015 og birtist síðasta frétt hans á vefnum 9. febrúar. Umfjöllunin um lúxusíbúðirnar teygir anga sína meðal annars til innanríkisráðherrans Roberts Kalinak og meintra viðskipta hans við þá sem sáu um lóðareignir á íbúðasvæðinu. Ráðherrann neitar allri aðild að málinu.
„Ef satt reynist að dauði rannsóknarblaðamannsins tengist starfi hans verður það í fyrsta skipti sem gerð er atlaga að tjáningarfrelsi og lýðræði í Slóvakíu með þessum hætti,“ segir Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu.