Enn óttast um líf 111 nígerískra stúlkna

Skólinn þar sem 111 stúlkum var rænt.
Skólinn þar sem 111 stúlkum var rænt. AFP

Enn er ekki vitað hvar 111 níg­er­ísk­ar stúlk­ur eru niður­komn­ar eft­ir að hryðju­verka­sam­tök­in Boko Haram réðust inn í skól­ann og rændu þeim í síðustu viku. Skól­inn mun ekki opna á ný og kallað er eft­ir auk­inni ör­ygg­is­gæslu.    

„Það er ekki fýsi­legt að opna skól­ann að nýju eins og staðan er núna,“ seg­ir Mohammed Lam­in yf­ir­maður mennt­un­ar­mála í Yobe-ríki í Níg­er­íu. Hinar stúlk­urn­ar eru í miklu áfalli og eru ekki til­bún­ar hefja skóla­göngu að nýju. 

Ótt­ast er að annað mál í lík­ingu við það, þegar 276 stúlk­um var rænt í Chi­bok árið 2014, sé komið upp. Enn er ekki vitað hvar 100 þeirra eru niður­komn­ar.

Rík­is­stjórn­in hef­ur fyr­ir­skipað að ör­ygg­is­gæsla verði hert í öll­um skól­um í Yobe. Á föstu­dag­inn sögðu for­eldr­ar og fleiri íbú­ar í borg­inni Dapchi að skól­inn hafi verið ber­skjaldaður því færri her­menn hefðu verið við gæslu síðustu vik­ur. For­eldr­ar annarra stúlkna neita að senda þær í skól­ann fyrr en ör­yggið verði bætt.  

Rík­is­stjóri Yobe, Ibra­him Gai­dam, viður­kenndi að ör­ygg­is­gæsl­an hafi minnkað og sagði jafn­framt að þrátt fyr­ir að starfs­fólk hers­ins væri að gera sitt besta þyrfti að herða ör­ygg­is­gæslu enn frek­ar.    

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert