18 manns létust í aurskriðu

Björgunarsveitir að störfum í Indónesíu.
Björgunarsveitir að störfum í Indónesíu. AFP

Leit hefur verið hætt að sex manns sem hefur verið saknað frá því aurskriða féll á hrísgrjónaakur í Indónesíu í síðustu viku. 12 manns létust þegar í stað og 18 manns slösuðust þegar hún féll á eyjunni Jövu. Alls er því talið líklegt að 18 manns hafi látist.

Fleiri hundruð manns úr röðum björg­un­ar­sveita, her­sins, lög­reglu og sjálf­boðaliða tóku þátt í að leita að fólkinu. 

„Leitinni hefur formlega verið hætt en ef eitthvað breytist munum við hefja leit að nýju,“ segir Zulhawary Agustianto fulltrúar leitar- og björgunarsveita Indónesíu.  

Mikil rigning hefur verið á svæðinu undanfarið. Aur­skriður eru al­geng­ar á þess­um árs­tíma frá októ­ber og fram í apríl þegar mik­il úr­koma fellur.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert