Tilfinningarík endurkoma nemenda

Lögreglumenn heilsa nemendum á leið í skólann.
Lögreglumenn heilsa nemendum á leið í skólann. AFP

Miklar tilfinningar voru í spilinu þegar nemendur Marjory Douglas Stoneman-menntaskólans í Flórída sneru aftur til kennslustofa sinna eftir að fyrrverandi skólafélagi þeirra skaut sautján manns til bana fyrir tveimur vikum.

AFP

Öryggisgæsla var mikil er nemendurnir sneru aftur í skólann, auk þess sem hópur fólks mætti til að óska þeim góðs gengis.

AFP

Tugir lögregluþjóna stilltu sér upp við gangstéttirnar og sögðu „góðan daginn“ við hvern og einn nemanda, fyrrverandi nemendur og aðra sem létu sjá sig.

Tvær konur gáfu ókeypis vatnsflöskur og ávexti og lögreglumenn á eftirlaunum útdeildu blómum.

AFP

Fólk hélt á borðum þar sem á stóð: „Við elskum ykkur“, „Þið getið þetta“ og „Við erum hjá ykkur“.

„Ég er ekki hræddur,“ sagði Sean Cummings, sextán ára nemandi við skólann við AFP-fréttastofuna. „Mér finnst skólinn vera betur varinn en nokkur annar á þessu augnabliki.“

AFP

Á Valentínusardag gekk hinn 19 ára Nikolas Cruz inn í skólann og hóf skothríð með hálfsjálfvirkum riffli sem varð 14 nemendum að bana og þremur starfsmönnum.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka