Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst samþykkja hækkun á tollum á innflutti áli og stáli á næstu vikum. 25% tollur verður settur á innflutt stál og 10% tollur á innflutt ár, verði hækkunin að veruleika.
Bandaríkin flytja inn fjórum sinnum meira stál en þau flytja út og treysta á stálafurðir frá fyrir 100 ríkjum.
Trump sagði í færslu á Twitter-aðgangi sínum í dag að Bandaríkin búi við ósanngjarna viðskiptahætti þegar kemur að innflutningi á ál- og stálafurðum.
Our Steel and Aluminum industries (and many others) have been decimated by decades of unfair trade and bad policy with countries from around the world. We must not let our country, companies and workers be taken advantage of any longer. We want free, fair and SMART TRADE!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 1, 2018
Á fundi sínum í Hvíta húsinu í dag með forstjórum stál- og álframleiðenda tilkynnti Trump að bandarískum stál- og álframleiðendum yrði tryggð tollavernd til langs tíma.
Í frétt BBC segir að búast megi við hörðum viðbrögðum frá kínverskum stjórnvöldum og í umfjöllum Washington Post segir að gera megi ráð fyrir að ríki sem flytja inn stál og ál til Bandaríkjanna höfði mál gegn bandarískum stjórnvöldum í gegnum Alþjóðaviðskiptastofnunina.