Berbrjósta skaut Berlusconi skelk í bringu

Ítalir streymdu í kjörklefana í dag vegna þingkosninga í landinu. Berbrjósta kona sat fyrir Silivo Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra, er hann mætti á kjörstað í Mílanó í dag. Yfir bringu hennar var skrifað: „Berlusconi, þú ert kominn fram yfir síðasta söludag.“

Berlusconi ætlar sér nú að snúa aftur fram á svið stjórnmálanna og leiðir bandalag hægri flokka í landinu. Samkvæmt könnunum mun flokkur hans, Forza Italia, fá um 37% atkvæða.

Hann er orðinn 81 árs og bandalagið sem hann leiðir stendur saman af fjórum flokkum. Í hópnum eru m.a. flokkar sem vilja herða mjög á innflytjendalöggjöf landsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka