Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk

AFP

Átta voru hand­tekn­ir af hryðju­verka­deild belg­ísku lög­regl­unn­ar í Mo­len­beek-hverf­inu í Brus­sel í gær. Fólkið er grunað um að skipu­leggja hryðju­verka­árás.

Sam­kvæmt frétt La Derni­ere Heure var fólkið tekið til yf­ir­heyrslu og er bú­ist við að óskað verði eft­ir því að það verði úr­sk­urðað í gæslu­v­arðhald en ekki hef­ur verið upp­lýst nán­ar um hvar og hvenær stóð til að fremja hryðju­verk. Mo­len­beek var mjög í frétt­um í tengsl­um við hryðju­verka­árás­ir í Par­ís og Brus­sel fyr­ir tveim­ur árum en árás­ar­menn­irn­ir komu marg­ir þaðan.

Flest­ir hinna hand­teknu voru tekn­ir hönd­um við hús­leit­ir í Mo­len­beek en einnig í Gera­ards­ber­gen og Mechelen. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert