Hugsanlega viðstaddur opnun sendiráðs í Jerúsalem

Netanyahu heimsótti Trump í Hvíta húsið í dag.
Netanyahu heimsótti Trump í Hvíta húsið í dag. AFP

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, seg­ist hugs­an­lega ætla að vera viðstadd­ur opn­un um­deilds nýs sendi­ráðs Banda­ríkj­anna í Jerúsalem í maí næst­kom­andi. For­set­inn viður­kenndi í des­em­ber á síðasta ári Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­el, en ákvörðunin var for­dæmd af alþjóðasam­fé­lag­inu. AFP-frétta­stof­an grein­ir frá.

Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, heim­sótti Trump í Hvíta húsið í dag og lét for­set­inn þau orð falla að hann yrði hugs­an­lega viðstadd­ur opn­un­ina. Er það vænt­an­lega til að und­ir­strika þau sterku bönd sem Trump seg­ir vera á milli Banda­ríkj­anna og Ísra­el.

Trump sagði að sam­band Banda­ríkj­anna og Ísra­el hefði aldrei verið betra og opnaði á hug­mynd­ina um að hann heim­sækti sendi­ráðið við opn­un þess. Yrði sú heim­sókn meiri­hátt­ar diplóma­tísk áskor­un og einnig áskor­un hvað ör­ygg­is­mál varðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka