Evrópusambandið er með til skoðunar að ákvarðanir um utanríkismál verði ekki lengur háðar einróma samþykki utanríkisráðherra ríkja sambandsins í ráðherraráði þess heldur að einungis þurfi meirihluta atkvæða samkvæmt frétt Reuters.
Þetta er haft eftir Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, en ummælin féllu í gær. „Við erum að hugsa um að færa okkur hugsanlega í átt til meirihlutaatkvæðagreiðslu í utanríkismálum til þess að við getum brugðist hratt við krísum og tala einni röddu, einni evrópskri röddu,“ sagði ráðherrann.
„Og til þess að þú verði ekki stöðvaður af einu ríki sem vill ekki að þú segir nokkuð á þeim nótum sem Evrópusambandið vill tjá sig um.“