40 létust í flugslysi í Nepal

Björgunarsveitir að störfum við flugvélina.
Björgunarsveitir að störfum við flugvélina. AFP

Flugvél brotlenti við flugvöllinn í Kathmandu í Nepal. Eldur kviknaði í vélinni við brotlendinguna. Talið er að farþegarnir séu 67 talsins, samkvæmt frétt BBC. Að minnsta kosti 40 manns eru látnir og 23 slasaðir, samkvæmt AFP-fréttaveitunni.  

31 lést er flugvélin brotlenti en 9 aðrir létust á tveimur sjúkrahúsum í Kathmandu.

Vélin er í eigu flugfélagsins US-Bangal frá Bangladess. Talið er að hún sé af tegundinni S2-AGU, a Bombardier Dash 8 Q400, en það hefur ekki verið staðfest. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert