Kennarar fá skotvopnakennslu

17 manns létust í skotárásinni í Parkland.
17 manns létust í skotárásinni í Parkland. AFP

Ríkisstjórn Donald Trump mun nota fjármagn sem dómsmálaráðneytið hefur til umráða til að þjálfa kennara og starfsfólk skóla í notkun skotvopna til að reyna að sporna gegn skotárásum í skólum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Hvíta húsið sendi frá sér í gærkvöldi. The Guardian greinir frá.

Þá mun heimavarnarliðið hrinda af stað vitundarvakningarherferð til að koma í veg fyrir slíkar árásir, byggða á herferðinni „Ef þú serð eitthvað, segðu eitthvað,“ sem hrundið var að stað í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Þar var almenningur hvattur til að vera vakandi og tilkynna öll möguleg merki um hryðjuverk.

„Ríkisstjórnin mun í samstarfi við hvert ríki fyrir sig bjóða hæfum sjálfboðaliðum úr skólunum upp á stranga kennslu ú beitingu skotvopna,“ sagði í tilkynningunni frá Hvíta húsinu. Ekki var þó gefið upp hve miklu fjármagni yrði varið í verkefnið.

Hins vegar hefur verið fallið frá hugmyndum um að draga úr aðgengi að skotvopnum með því að hækka leyfisaldur til að kaupa skotvopn úr 18 ára upp í 21 árs. Félag bandarískra byssueigenda (NRA), var andsnúið því að reglur varðandi skotvopnaeign yrðu hertar, en umræða um takmarkanir á aðgengi að skotvopnum hafa sjaldan verið háværari í Bandaríkjunum og eftir nýlega skotárás í skóla í Flórída.

Ni­kolas Cruz, nítj­án ára, varð 17 manns að bana í skotárás á nem­end­ur í bæn­um Park­land í Flórída um miðjan febrúar. Þá hafa yfir 290 skotárás­ir verið gerðar í skól­um í Banda­ríkj­un­um frá janú­ar 2013, en að meðaltali hef­ur verið gerð ein slík skotárás á viku.

Í kjöl­far árás­ar­inn­ar í Flórída var Trump harðlega gagn­rýnd­ur fyr­ir af­stöðu sína þegar kem­ur að hinni laus­beisluðu byssu­eign Banda­ríkja­manna, en NRA var meðal meðal þeirra sem lýstu yfir stuðningi við for­setafram­boð hans á sín­um tíma.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka