„Bókari Auschwitz“ látinn

Oskar Gröning.
Oskar Gröning. AFP

Osk­ar Grön­ing, einnig þekkt­ur sem „bók­ari Auschwitz" er lát­inn 96 ára að aldri. Árið 2015 var Grön­ing dæmd­ur í fjög­urra ára fang­elsi fyr­ir aðild að drápi á 300 þúsund gyðinga í út­rým­ing­ar­búðum nas­ista í Póllandi, Auschwitz, en hóf aldrei afplán­un vegna end­ur­tek­inna áfrýj­un­ar dóms­ins.

Sam­kvæmt frétt Spieg­el lést hann á sjúkra­húsi á föstu­dag. BBC grein­ir frá þessu. 

Hans helsta starf í Auschwitz var að flokka pen­inga sem stolið var frá gyðing­um sem tekn­ir voru af lífi eða notaðir í þræla­haldi búðanna. Pólsk slot, grísk­ar drakk­mör, franskri frank­ar, hol­lensk gyll­ini og ít­alsk­ar lír­ur. 

Grön­ing var 21 árs gam­all þegar hann hóf störf sem fanga­vörður í Auschwitz og við rétt­ar­höld­in játaði hann að hafa vitað og séð fjöl­marga tekna af lífi en hann neitaði því að hafa átt beina aðild að morðunum. 

„Ég bið um fyr­ir­gefn­ingu. Ég deili sök­inni siðferðis­lega en hvort ég er sek­ur sam­kvæmt hegn­ing­ar­lög­um er ykk­ar að ákveða,“ sagði Grön­ing þegar hann ávarpaði dóm­ar­ana við rétt­ar­höld­in á sín­um tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert