Segir upp aðild Filippseyja að dómstólnum

Rodrigo Duterte.
Rodrigo Duterte. AFP

For­seti Fil­ipps­eyja, Rodrigo Duterte, til­kynnti í dag að hann hefði í hyggju að segja upp aðild lands­ins að Alþjóðaglæpa­dóm­stóln­um í Haag í Hollandi. Dóm­stóll­inn hef­ur verið að rann­saka fíkni­efna­stríð for­set­ans sem staðið hef­ur yfir frá því að hann var kjör­inn.

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu Dutertes að Fil­ipps­eyj­ar segi upp aðild sinni sem taki þegar gildi. Alþjóðaglæpa­dóm­stóll­inn til­kynnti í síðasta mánuði að hann hefði hafið rann­sókn á fíkni­efna­stríði Dutertes sem kostað hef­ur fjölda lífa og verið harðlega gagn­rýnt á alþjóðavett­vangi.

Lög­regl­an seg­ist hafa drepið tæp­lega 4000 manns sem grunaðir hafi verið um fíkni­efnaglæpi en mann­rétt­inda­sam­tök telja að tal­an sé þris­var sinn­um hærri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert