Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve, segist hafa sagt af sér sem forseti í kjölfar valdaráns. Mugabe var forseti landsins í 20 ár en hafði áður verið forsætisráðherra í sjö ár, áður en Emmerson Mnangagwa tók við embætti forseta seint á síðasta ári.
„Þetta var valdarán, þótt sumir vilji ekki kalla það réttu nafni,“ sagði Mugabe í sjónvarpsviðtali við suðurafríska fréttastöð.
Mugabe sagði af sér í nóvember á síðasta ári eftir mikinn þrýsting frá hernum, almenningi og eigin stjórnmálaflokki. Emmerson Mnangagwa tók fljótlega við völdum og lofaði hann nýjum tímum í landinu en flestir hinna 16 milljóna íbúa þess eru fátækir og atvinnuleysi er mikið.