Listhaug fjarlægði færsluna

Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála í Noregi.
Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála í Noregi. Wikipedia/Kjetil Ree

Dóms- og innflytjendamálaráðherra Noregs, Sylvi Listhaug, fjarlægði á miðvikudag færslu sína á Facebook sem hefur vakið mikla reiði. Bæði meðal samherja sem og andstæðinga í norskum stjórnmálum. Hefur verið rætt um hvort leggja eigi fram vantrauststillögu á Listhaug í norska þinginu.

Með færslunni birti hún mynd af vopnuðum vígamönnum og sakaði Verkamannaflokkinn um að hugsa meira um hag hryðjuverkamanna en öryggi Norðmanna. Facebookfærsluna birti hún sama dag og kvikmynd um hryðjuverkin í Utøya var frumsýnd í norskum kvikmyndahúsum.

Listhaug birti færsluna í kjölfar þess að þingmenn Verkamannaflokksins studdu ekki frumvarp hennar um að taka vegabréf og ríkisborgararétt af Norðmönnum sem hafa tekið þátt í starfi vígasamtaka. Samkvæmt frumvarpinu var nóg að fólk væri grunað um slíkt til þess að vera svipt ríkisborgararétti. Ekki þurfti að liggja dómur eða sönnun fyrir því.

Nokkrum klukkustundum eftir að Listhaug fjarlægði facebookfærsluna baðst forsætisráherra Noregs, Erna Solberg, afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, en Solberg hafði verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi í málinu.

Frétt VG

Frétt NRK

Frétt Aftenposten

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka