Vanessa Trump sækir um skilnað

Vanessa og Donald Trump, Jr.
Vanessa og Donald Trump, Jr. AFP

Eiginkona Donald Trump Jr, elsta sonar forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur sótt um skilað frá eiginmanni sínum. Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla sótti Vanessa Trump fyrir dómstól í New York.

Hjónin eru bæði fertug að aldri og hafa verið gift frá árinu 2005. Þau eiga fimm börn. 

Haft er eftir þeim á fréttamiðlinum Page Six að þau hafi ákveðið að fara í sitthvora áttina eftir að hafa verið gift í tólf ár og óska eftir því að einkalíf þeirra verði virt á meðan þessu stendur. 

Samkvæmt gögnum sem lögð voru fram fyrir dómi er ekki deilt um forræði barna né eignir. Fyrr á árinu greindu fjölmiðlar frá því að þau ættu í hjónabandserfiðleikum og var meðal annars talað um ferðagleði Trump Jr og ást hans á samfélagsmiðlum.

Donald Trump, Jr. og Vanessa Trump.
Donald Trump, Jr. og Vanessa Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert